Meira en 1000 Tíbeta saknað

Frá mótmælum á Indlandi gegn aðgerðum kínverskra stjórnvalda í Tíbet.
Frá mótmælum á Indlandi gegn aðgerðum kínverskra stjórnvalda í Tíbet. Reuters

Ekki er vitað um af­drif meira en 1000 Tíbeta, sem hand­tekn­ir voru í mót­mælaaðgerðum gegn kín­versk­um stjórn­völd­um í mars, að sögn alþjóðlegu mann­rétt­inda­sam­tak­anna Am­nesty. 

Í nýrri skýrslu Am­nesty kem­ur fram að hinir hand­teknu hafi verið svelt­ir og barðir, og að upp­lýs­ing­ar um þá séu af skorn­um skammti.  Þá er rétt­ar­höld­um gegn þeim sem hand­tekn­ir voru lýst sem vafa­söm­um.  Hvet­ur Am­nesty kín­versk stjórn­völd til þess að gefa frek­ari upp­lýs­ing­ar um fólkið.  Í skýrsl­unni seg­ir að er­lend­um fjöl­miðlum og mann­rétt­inda­sam­tök­um sé enn ekki hleypt inn í landið, og að þær upp­lýs­ing­ar sem borist hafa, séu frá fjöl­skyldumeðlim­um og vin­um þeirra sem hafa horfið.  

Staðfest hef­ur verið að ólymp­íukyndil­inn verður í Lhasa, höfuðborg Tíbets, á laug­ar­dag­inn kem­ur, en ótt­ast er að óeirðir gætu brot­ist út vegna þess. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert