Ekki er vitað um afdrif meira en 1000 Tíbeta, sem handteknir voru í mótmælaaðgerðum gegn kínverskum stjórnvöldum í mars, að sögn alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty.
Í nýrri skýrslu Amnesty kemur fram að hinir handteknu hafi verið sveltir og barðir, og að upplýsingar um þá séu af skornum skammti. Þá er réttarhöldum gegn þeim sem handteknir voru lýst sem vafasömum. Hvetur Amnesty kínversk stjórnvöld til þess að gefa frekari upplýsingar um fólkið. Í skýrslunni segir að erlendum fjölmiðlum og mannréttindasamtökum sé enn ekki hleypt inn í landið, og að þær upplýsingar sem borist hafa, séu frá fjölskyldumeðlimum og vinum þeirra sem hafa horfið.
Staðfest hefur verið að ólympíukyndilinn verður í Lhasa, höfuðborg Tíbets, á laugardaginn kemur, en óttast er að óeirðir gætu brotist út vegna þess.