Nær öllum konum nauðgað

Bresk skólabörn skoða eftirlíkingu af rústum þorps í Darfur sem …
Bresk skólabörn skoða eftirlíkingu af rústum þorps í Darfur sem komið hefur verið upp á Trafalgar torgi í London í tilefni af alþjóðlegum degi flóttamanna. AP

Friðargæsluliðar Sam­einuðu þjóðanna og hjálp­ar­starfs­menn í Darf­ur-héraði í Súd­an segja að af þeim hörm­ung­um sem íbú­ar héraðsins þurfi að lifa við sem sé mik­il­væg­ast að taka á reglu­bundn­um nauðgun­um kvenna og barna. Þetta kem­ur fram á frétta­vef CNN.

Seg­ir hann friðargæsluliða og hjálp­ar­starfs­menn í héraðinu hika við að greina frá um­fangi vand­ans af ótta við að yf­ir­völd í Súd­an bregðist við því með því að vísa þeim úr landi.

Segja þeir al­gengt að ung­lings­stúlk­ur séu reglu­lega neydd­ar til kyn­maka þar sem þær verði á vegi bæði upp­reisn­ar­manna og her­manna. Þá segja þeir karla neita að veita stúlk­un­um vernd þar sem þeir ótt­ist að verða drepn­ir reyni þeir að verja þær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert