Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna og hjálparstarfsmenn í Darfur-héraði í Súdan segja að af þeim hörmungum sem íbúar héraðsins þurfi að lifa við sem sé mikilvægast að taka á reglubundnum nauðgunum kvenna og barna. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Segir hann friðargæsluliða og hjálparstarfsmenn í héraðinu hika við að greina frá umfangi vandans af ótta við að yfirvöld í Súdan bregðist við því með því að vísa þeim úr landi.
Segja þeir algengt að unglingsstúlkur séu reglulega neyddar til kynmaka þar sem þær verði á vegi bæði uppreisnarmanna og hermanna. Þá segja þeir karla neita að veita stúlkunum vernd þar sem þeir óttist að verða drepnir reyni þeir að verja þær.