Sænska þingið hefur samþykkt umdeilt lög um símahleranir með naumum meirihluta. Lögin veita leyniþjónustu Svía, Säpo, heimild til þess að grannskoða tölvupósta, og símtöl erlendis frá. Frumvarpið vakti miklar deilur á þinginu í Stokkhólmi og segja gagnrýnendur að það ógni frelsi einstaklinga.
Aðrir segja að leyfi fyrir slíkum aðgerðum sé nauðsynlegt til þess að vernda öryggi borgara. Skipuleggjendur hryðjuverkaárása séu farnir að nota samskiptamáta eins og tölvupóst, símtöl og fax í auknum mæli til þess að leggja á ráðin.
Stjórnvöld fullyrða að einungis verð fylgst með símtölum og föxum erlendis frá, og að innanlandssamskipti verði ekki hleruð. Sérfræðingar segja þó að erfitt sé að skilja þar á milli. Áður en lögin voru samþykkt sagði fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar þau ekki vernda réttindi einstaklinga og að þau þyrfti að endurhugsa, að því er fram kemur á fréttavef BBC.