Vopnahlé á milli Ísraela og Hamas samtakanna á Gasa hófst formlega í morgun. Þrátt fyrir það var í það minnsta 40 eldflaugum og sprengjuvörpum skotið á milli landamæra Ísrael og Gasa rétt áður en það hófst. Einn Palestínumaður lét lífið og þrír særðust.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur varað við því að vopnhléið gæti verið skammlifað. Hann segir Ísraela tilbúna til þess að fylgja vopnahléi en að herinn sé sé undirbúinn ef eldflaugum verður skotið yfir til Ísrael.
Samkvæmt vopnahléssamningnum eiga Ísraelar að leysa Gasa úr herkví og búist er við að viðræður við Hamas um að láta ísraelskan hermann lausan úr haldi muni halda áfram, að því er fram kemur á fréttavef BBC.