Dönsk yfirvöld hafa samið við sex skip í fiskiflota landsins um að setja upp myndavélar á dekkinu sem fylgjast með veiðunum til að hamla gegn brottkasti. Þetta er tilraunaverkefni og fá skipin sem taka þátt aukinn kvóta.
Samkvæmt fréttavef Berlingske Tidende vonast yfirvöld til að brátt verði komnar brottkastsmyndavélar í öll veiði skip ESB.
Nú eru fiskveiði kvótar miðaðir við að brottkast á sér stað og telja dönsk yfirvöld að sjómenn muni hætta brottkasti ef kvótinn verði aukinn til muna hjá þeim sem geti sannað að þeir landi öllu því sem þeir veiða.
Í Berlingske Tidende tekið dæmi sem er haft eftir Mogens Schou sem hefur þróað verkefnið hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Í því dæmi segir að bátur sem fær 22 tonn í kvóta í dag veiði hugsanlega í raun 66 tonn og hendi 44 í hafið en með eftirliti er hugsanlegt að veita 66 tonna kvóta.
En þau skip sem verða uppvís að brottkasti eða geta ekki framvísað myndum úr eftirlitsmyndavélunum munu fá upprunalega kvótann.