Grænfriðungar handteknir fyrir þjófnað á hvalkjöti

Japanska hvalveiðiskipið Nisshin Maru.
Japanska hvalveiðiskipið Nisshin Maru. HO

Japönsk lögregla handtók tvo japanska grænfriðunga í dag, sem grunaðir eru um að hafa stolið 23 kílóum af hvalkjöti.  Mennirnir eru sagðir hafa stolið gámi með kjötinu úr vöruhúsi pósthúss í Aomori í norður-Japan í apríl. 

Grænfriðunga samtökin hafa viðurkennt að kjötið var tekið úr vöruhúsinu en segja að ekki hafi verið um þjófnað að ræða.  Kjötið hafi verið tekið sem sönnunargagn gegn hvalveiðimönnum sem það notuðu til eigin hagsmuna og gróða.

Fyrir utan hvalkjötsþjófnað voru mennirnir handteknir fyrir að brjótast inn í vöruhús Seino Holdings póstþjónustunnar.  Japanir veiða um 1000 hvali á ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka