Löggur mótmæla með leti og sekta færri

Lögreglumenn í Malmö sekta færri vísvitandi til að mótmæla lágum …
Lögreglumenn í Malmö sekta færri vísvitandi til að mótmæla lágum launum. mbl.is/Július

Orðrómur um að lögreglumenn í Malmö í Suður-Svíþjóð haldi úti leynilegum mótmælaaðgerðum vegna lágra launa og óánægju með vinnufyrirkomulag hefur fengið byr undir báða vængi nú þegar tölur sýna að fjöldi sekta fyrir minniháttar umferðabrot hefur minnkað um 56% síðan meintar aðgerð hófust í mars.

Í Skånska Dagbladet kemur fram að sektir vegna brota á öryggisbeltalögum hefur fækkað um 56% og hraðaksturssektum hefur fækkað um 30% og fjöldi þeirra sem hefur verið sektaður fyrir ölvunarakstur hefur hrapað um 50%.

Í samtali við Dagens Nyheter segir Ulf Sempert yfirmaður lögreglunnar í Malmö að þessar sveiflur séu eðlilegar og tekur fyrir að nokkur mótmæli séu í gangi en bætir því við að hann hafi heyrt orðróminn og segir að ef það eigi sér stað þá sé það fyrir neðan virðingu lögreglumanna að vera vísvitandi latir í vinnunni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert