Mugabe fordæmir lygar

Mugabe vísar ásökunum um ofbeldi á bug.
Mugabe vísar ásökunum um ofbeldi á bug. Reuters

For­seti Zimba­bwe, Robert Muga­be hef­ur sakað stjórn­ar­and­stöðuna um lyg­ar og að ljúga of­beldisaðgerðum upp á sína áhang­end­ur til að kasta rýrð á kom­andi kosn­ing­ar. Stjórn­ar­and­stæðing­arn­ir segja að 70 stuðnings­menn þeirra hið minnsta hafi verið myrt­ir og langt­um fleiri en það hafi verið barðir í aðrag­and­an­um að ann­arri um­ferð for­seta­kosn­ing­anna.

Á frétta­vef BBC kem­ur fram að Muga­be hafi sagt að stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur­inn MDC muni aldrei fá að kom­ast til valda og að ein­ung­is Guð gæti velt hon­um úr sessi.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert