Forseti Zimbabwe, Robert Mugabe hefur sakað stjórnarandstöðuna um lygar og að ljúga ofbeldisaðgerðum upp á sína áhangendur til að kasta rýrð á komandi kosningar. Stjórnarandstæðingarnir segja að 70 stuðningsmenn þeirra hið minnsta hafi verið myrtir og langtum fleiri en það hafi verið barðir í aðragandanum að annarri umferð forsetakosninganna.
Á fréttavef BBC kemur fram að Mugabe hafi sagt að stjórnarandstöðuflokkurinn MDC muni aldrei fá að komast til valda og að einungis Guð gæti velt honum úr sessi.