Ný skoðanakönnun tímaritsins Newsweek sýnir að forsetaframbjóðandi bandaríska demókrataflokksins, Barack Obama, hefur náð 15% forskoti á frambjóðanda repúblikana, John McCain. Niðurstöðurnar sýna 51% fylgi Obama á móti 36% fylgi McCain.
Þetta er fyrsta könnunin sem sýnir svo mikinn fylgismun en margir stjórnmálaskýrendur hafa beðið eftir slíkri fylgisaukningu eftir að Obama tryggði sér útnefningu flokks síns.
Obama þykir nú standa betur að vígi en flokksbræður hans Al Gore og John Kerry gerðu á sama tímabili í kosningabaráttu sinni árin 2000 og 2004.