Þúsundir fögnuðu sólarupprás

Tæplega 30 þúsund manns mættu í morgun til að sjá …
Tæplega 30 þúsund manns mættu í morgun til að sjá sólarupprásina í þoku og regni. Þessi mynd var tekin við sama tækifæri 2005. Reuters

Fólk safnaðist saman í þúsunda tali við Stonehenge steinhringinn í Wiltshire í Englandi við sólarupprás snemma í morgun þar sem drúídar og heiðingjar börðu bumbur og fögnuðu sumarsólstöðum. Lögreglan telur að um 28 þúsund manns hafi mætt þrátt fyrir þoku og létta skúri.

Að sögn AP Fréttastofunnar voru 15 handteknir fyrir þjófnaði og minniháttar brot. Drúídar voru andlegir leiðtogar kelta en talið er að Stonehenge hafi verið reist í áföngum á milli 3000 og 1600 fyrir Krist. Um 750 þúsund ferðamenn staldra þar við á hverju ári en Stonehenge er í um 130 km suðvestur af London.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert