Umdeildur ólympíueldur í Tíbet

Llasa, höfuðborg Tíbets var nánast lokuð fyrir komu ólympíukyndilsins. Kyndillinn staldraði einungis við í um 2 klukkustundir í Llasa en upprunaleg áætlun um að hlaupa með hann 27 km leið var stytt um þriðjung en samkvæmt yfirvöldum var það gert af virðingarskyni fyrir fórnarlömb jarðskjálftans fremur en af ótta við mótmæli.

Í fréttatilkynningu frá samtökunum Vinir Tíbets segir: „Yfir 1000 manneskjur eru með öllu horfnar samkvæmt skýrslu Amnesty International og óttast er um líf þeirra. Samkvæmt heimildum blaðamanna sem nú eru staddir í Tíbet hefur mikill fjöldi fólks látið lífið í fangelsum eða borðið varanlegan skaða vegna pyntinga. Amnesty International segir að um 5000 hafi verið handteknir. Kínversk yfirvöld gera lítið úr skýrslu AI og segja samtökin ekki áreiðanlegur félagsskapur."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert