Barnaníð í Texas

Í glugga­lausu rými, sem áður hýsti barna­gæslu, í litl­um bæ í Texas voru börn niður í fimm ára lát­in gleypa sterk verkjalyf og sýna kyn­lífsiðkun fyr­ir fram­an hóp af full­orðnu fólki. Tvær mann­eskj­ur hafa þegar játað sök í mál­inu og réttað verður yfir þeirri þriðju á morg­un.

Pat­rick Kelly, 41 árs, er ákærður fyr­ir barn­aníð og fyr­ir að skipu­leggja glæp. Kelly á yfir höfði sér lífstíðarfang­elsi verði hann fund­inn sek­ur líkt og fé­lag­ar hans, Jamie Pittman og Shaun­tel Mayo sem þegar hafa verið dæmd­ir í lífstíðarfang­elsi í mál­inu.

At­b­urðirn­ir áttu sér stað í bæn­um Mineola, þar sem alls búa 5.100 íbú­ar. Fjög­ur börn, þrjú systkini og frænka þeirra voru lát­in sýna stór­um hóp­um fólks kyn­lífs­at­hafn­ir und­ir áhrif­um sterkra lyfja. Rann­sókn á mál­inu hófst árið 2005 eft­ir að fóst­ur­móðir einn­ar stúlk­unn­ar lét vita af því að stúlk­an hegðaði sér und­ar­lega í kring­um full­orðna karl­menn. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert