Framdi morð og skrifaði um þau

Blaðamaður sem fjallaði um þrjú hrottafengin morð í Makedóníu í greinaskrifum sínum hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi sjálfur framið þau.

Lögregluna fór að gruna Vlado Taneski blaðamann á Utrinski Vesnik (Morgun Pósturinn) þegar hún las staðreyndir sem tengdust morðunum sem vitað var lögreglan hafið ekki gefið upp.

Á fréttavef Sky fréttastofunnar segir að lífsýni sem tengi Vesnik við morðin hafi einnig fundist í sumarhúsi hans og að konurnar sem myrtar voru hafi allar lifað eftir svipuðu lífsmynstri og móðir blaðamannsins en þeim kemur ekki vel saman.

Vlado Taneski er 56 ára gamall og var handtekinn í heimabæ sínum Kicevo sem er um 80 km suður af höfuðborginni, Skopje.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert