Franska lögreglan gerði meira en hálft tonn af kannabisefnum upptæk í gærkvöldi. Efnin sem flutt voru frá Marokkó með þyrlu átti að selja í höfuðborginni París. Talið er að götuverðmæti efnanna séu um 80 milljónir króna. Er þá miðað við götuverðmæti í París.
Nokkrir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar, þar á meðal yfirmaður hjá flutningafyrirtæki sem talið er tengjast innflutningnum.