Sjálfstæði Palestínu í augsýn?

Fáni Palestínu blakti á ströndinni við Gazaborg um helgina.
Fáni Palestínu blakti á ströndinni við Gazaborg um helgina. Retuers

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice fór til Berlínar í dag til að sitja alþjóðlega ráðstefnu sem miðar að því að finna leiðir til að styrkja réttarfarskerfi Palestínu og ýta undir friðarviðræður við Ísrael á breiðari grundvelli.

Rice sagði blaðamönnum sem ferðuðust með henni frá Bandaríkjunum að þessi ráðstefna (conference in Support of Palestinian Civil Security) væri hluti af átaki sem miðast að því að byggja upp sjálfstætt palestínskt ríki.

Í kjölfarið mun Rice fara á fund í París þar sem rætt verður við fulltrúa góðgerðastofnana og þeirra sem hafa áhuga á að láta fé af hendi rakna til að stuðla að því að palestínskar stofnanir geti betur komið undir sig fótunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert