Unglingspiltar dæmdir fyrir manndráp

Fjórir rússneskir unglingspiltar voru í dag dæmdir í níu til átján ára fangelsi fyrir manndráp framið í byrjun árs, í bæ nærri Vladimir. Piltarnir lömdu 25 ára karlmann til meðvitundarleysis og hentu honum því næst á eld sem brennur til minningar um sovéska hermenn sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Maðurinn lést af sárum sínum.

„Þeir verðskulduðu harðari refsingu fyrir þetta hryllilega morð,“ sagði móðir fórnarlambsins í samtali við rússneska sjónvarpsstöð eftir að dómurinn var upp kveðinn. Hún hefur ákveðið að áfrýja dómnum og krefst þess að piltarnir verði dæmdir í fangelsi til lífstíðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert