Uppskálduð indíánasaga

Indiánarnir gera sig líklega til að kasta spjótum á þyrluna, …
Indiánarnir gera sig líklega til að kasta spjótum á þyrluna, sem flutti Meirelles. AP

Ljós­mynd­ar­inn José Car­los Dos Reis Meirell­es hef­ur viður­kennt að staðhæf­ing­ar hans um að hann hafi fundið áður óþekkt­an indí­ána­ætt­bálk á landa­mær­um Perú og Bras­il­íu eigi ekki við rök að styðjast. Mynd­ir Meirell­es af indí­án­un­um birt­ust í helsti fjöl­miðlum heims í lok maí. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Meirell­es viður­kenn­ir að vitað hafi verið um til­vist ætt­bálks­ins frá ár­inu 1910. Hann seg­ist hafa leitað hannuppi og sagt hann áður óþekkt­an til að vekja at­hygli á aðstæðum hans og áhrif­um skóg­ar­höggs á indí­ána á svæðinu.

Meirell­es, sem er 61 árs, vinn­ur fyr­ir indí­ána­málaráðuneyti Bras­il­íu, sem hef­ur m.a. það verk­efni með hönd­um að vernda smáa indí­ána­ætt­bálka.

Það er stefna bras­il­ískra yf­ir­valda að láta ein­angraða ætt­bálka af­skipta­lausa, þar sem talið er að það sé þeim  fyr­ir bestu.  Meirell­es seg­ist hins veg­ar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að víkja frá þess­ari meg­in­reglu og að með því hafi hann sýnt fram á að indí­án­arn­ir spjari sig vel án nokk­urs sam­bands við um­heim­inn.

„Þegar ég sá að indí­án­arn­ir höfðu málað sig rauða varð ég mjög glaður því rauði lit­ur­inn er merki þess að ætt­bálk­ur­inn sé til­bú­inn í stríð. Séu indí­án­arn­ir til­bún­ir til að verja yf­ir­ráðasvæði sitt þá hafa þeir það gott,” seg­ir  José Car­los Dos Reis Meirell­es.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert