Yfirvöld í Peking segjast munu leggja helmingi bílaflota sins þar til eftir Ólympíuleikana í tilraun til að draga úr loftmengun í borginni og spara orku.
Frá og með deginum í dag og fram til 19. júlí verður helmingi af bílaflota borgaryfirvalda og kommúnistaflokksins í Peking lagt.
Þrátt fyrir ný íþróttamannvirki og fjörutíu milljarða dala fjárfestingar í grunngerð þjóðfélagsins, svo sem vegum og byggingum, hefur það ekki dregið athygli frá þeirri staðreynd að loftgæði í Peking eru umdeild fyrir leikana.
Forseti alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar, Jacques Rogge, hefur tilkynnt að þolraunum sem eiga sér stað úti við og standi yfir í meira en klukkustund verði frestað ef loftgæði verða léleg.