Arðbær ópíumframleiðsla

Blóm valmúaplöntunnar en ópíum er unnið úr henni.
Blóm valmúaplöntunnar en ópíum er unnið úr henni.

Taliban­ar fengu á síðasta ári um 100 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala greidd­ar frá bænd­um sem rækta ópí­um í Af­gan­ist­an, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­einuðu þjóðunum. Um er að ræða 10% skatt sem taliban­ar leggja á bænd­ur sem búa á svæðum sem taliban­ar ráða yfir. SÞ áætl­ar að hagnaður af ópíum­rækt­un hafi verið 1 millj­arður Banda­ríkja­dala á síðasta ári.

Ant­onio Maria Costa, sem stýr­ir eit­ur­lyfja- og glæpa­deild SÞ, seg­ist telja að taliban­ar hafi enn meira upp úr krafs­inu með því að krefja þá sem koma að ópíumviðskipt­um á einn eða ann­an hátt um skatt. Til að mynda þá sem fram­leiða eit­ur­lyf á rann­sókn­ar­stof­um og þá sem flytja það úr landi, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC. 

Töl­ur fyr­ir árið í ár liggja ekki fyr­ir en talið er að fram­leiðslan sé mun minni í ár vegna þurrka, ásókn skor­dýra á ópíu­makra og aðgerðir gegn ópíum­rækt­un í norður- og aust­ur­hluta Af­gan­ist­an. Costa tel­ur hins veg­ar að hagnaður­inn muni ekki minnka um­tals­vert þrátt fyr­ir þetta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert