Hvalveiðideilum slegið á frest

Hvalveiðideilum innan ráðsins frestað um ár og leitað sameigilegra lausna.
Hvalveiðideilum innan ráðsins frestað um ár og leitað sameigilegra lausna. mbl.is/ÞÖK

Alþjóða hvalveiðiráðið sagðist í dag hvorki ætla að kjósa um tillögu Japans um að taka upp hvalveiðar í atvinnuskyni né heldur um tillögu umhverfissinna um stofnun verndarsvæðis fyrir hvali í Suður-Atlantshafi.

Þær 80 þjóðir sem aðild eiga að Alþjóða hvalveiðiráðinu hafa haldið sinn sextugasta ársfund í Santiago í Chile í dag. AFP fréttastofan skýrir frá því að ráðið hafi keypt sér tíma með því að stofna vinnuhóp sem á að reyna að brúa bilið milli þeirra þjóða sem eru mótfallnir veiðum og þeirra (Japan, Ísland og Noregur) sem eru hlynntar.

„Fram til þessa hefur verið pattstaða innan ráðsins og það mjög tvískipt en nú er samastaða um að minnka bilið og leita að sameiginlegum lausnum," sagði talsmaður sendinefndar Chile, Cristian Maquieira í samtali við AFP.

Talsmenn tuttugu landa munu hittast fyrir næsta ársfund sem verður á Madeira að ári og setja saman lista af tillögum um framvindu þessara mála.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka