Reynt að drekkja konu á Jónsmessuhátíð

Tuttugu og fjögurra ára maður var staðinn að því að reyna að drekkja óþekktri konu í Rebæk Sø í Rødovre í Danmörku í gærkvöldi. Fjöldi fólks varð vitni að atvikinu en Jónsmessuhátíð stóð yfir á svæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Vitni að atvikinu sega manninn hafa haldið um háls dökkhærðrar konu og þrýst höfði hennar ofan í vatnið er viðstaddir komu konunni til aðstoðar.

Héldu þeir manninum, sem reyndist vera góðkunningi lögreglunnar, uns lögregla kom á vettvang. Konan lét sig hins vegar hverfa og því er ekki vitað hvernig á árásinni stóð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert