Stefnt á aukna hrísgrjónarækt

Stefnt er á aukna hrísgrjónarækt á Kúbu.
Stefnt er á aukna hrísgrjónarækt á Kúbu. Reuters

Hækk­andi heims­markaðsverð á hrís­grjón­um veld­ur Kúbverj­um áhyggj­um því þjóðarrétt­ur þeirra er hrís­grjón og baun­ir og eru  grjón­in stór hluti af mataræði lands­manna en yf­ir­völd segj­ast nú grípa til viðeig­andi ráðstaf­ana til að auka inn­lenda fram­leiðslu.

Stjórn Raul Kast­ró von­ast til að geta aukið inn­lenda fram­leiðslu til muna og von­ast til að geta flutt inn helm­ingi minna magn af hrís­grjón­um eft­ir fimm ár. 

Hrís­grjón eru stór hluti af mataræði Kúbverja og neyt­ir meðal maður á Kúbu um 60 kíló­um af grjón­um á ári sem er helm­ingi meira en meðaltalið í Banda­ríkj­un­um.

Á nokkr­um mánuðum hef­ur heims­markaðverð rokið úr 500 Banda­ríkja­döl­um fyr­ir tonnið upp í 1200 dali en á Kúbu kost­ar um 400 dali að rækta eitt tonn. Sem stend­ur rækta Kúbverj­ar sjálf­ir um fjórðung af þeim hrís­grjón­um sem þeir neyta á ári hverju.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka