Vopnahlé Ísraela og Palestínumanna á Gasasvæðinu var rofið í morgun er herskáir Palestínumenn skutu flugskeytum yfir landamærin frá Gasasvæðinu til Ísraels. Um er að ræða fyrsta brotið gegn ákvæðum vopnahlésins frá því það tók gildi fyrir tæpri viku síðan. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Engin slys urðu á fólki í árásinni. Ísraelsher felldi hins vegar tvo Palestínumenn í Nablus á Vesturbakkanum í morgun en annar mannanna er sagður hafa verið háttsettur liðsmaður Jihad samtakanna.
Vopnahléssamningurinn sem tók gildi á fimmtudag nær ekki við Vesturbakkans.