Skoðanakönnun sem var birt í dagblaðinu Guardian í dag bendir til þess að Bretar sakni þess tíma er Tony Blair gegndi embætti forsætisráðherra. Samkvæmt könnuninni, sem var gerð af ICM, telja þrír af hverjum fjórum að það hafi verið til hins verra er Gordon Brown tók við embætti forsætisráðherra.
Fylgi Verkamannaflokksins minnkar um 25%
Brown naut mikils stuðnings er hann tók við embættinu af Blair fyrir ári síðan en síðan þá hefur fylgi flokksins minnkað jafnt og þétt.
Alls tóku 1.000 þátt í skoðanakönnun ICM á tímabilinu 20.-22. júní.