Bretar sakna Blair

Tony Blair er í skugga Gordon Brown á þessari mynd …
Tony Blair er í skugga Gordon Brown á þessari mynd en í raunveruleikanum er staðan önnur.

Skoðana­könn­un sem var birt í dag­blaðinu Guar­di­an í dag bend­ir til þess að Bret­ar sakni þess tíma er Tony Bla­ir gegndi embætti for­sæt­is­ráðherra. Sam­kvæmt könn­un­inni, sem var gerð af ICM, telja þrír af hverj­um fjór­um að það hafi verið til hins verra er Gor­don Brown tók við embætti for­sæt­is­ráðherra.

Fylgi Verka­manna­flokks­ins minnk­ar um 25%

Brown naut mik­ils stuðnings er hann tók við embætt­inu af Bla­ir fyr­ir ári síðan en síðan þá hef­ur fylgi flokks­ins minnkað jafnt og þétt.

Alls tóku 1.000 þátt í skoðana­könn­un ICM á tíma­bil­inu 20.-22. júní.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert