Ekki dauðasök að nauðga barni samkvæmt Hæstarétt Bandaríkjanna

Hæstiréttur Bandaríkjanna
Hæstiréttur Bandaríkjanna Reuters

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna felldi í dag úr gild lög í ein­stök­um ríkj­um Banda­ríkj­anna sem heim­ila af­tök­ur á þeim sem dæmd­ir eru fyr­ir að nauðga barni. Af níu dómur­um í Hæsta­rétti greiddu fimm at­kvæði með því að fella lög­in úr gildi en fjór­ir voru því and­víg­ir.

Seg­ir í niður­stöðu meiri­hluta Hæsta­rétt­ar að lög sem heim­ila af­tök­ur á þeim sem dæmd­ir eru fyr­ir nauðgun á börn­um brjóti gegn ákvæðum stjórn­ar­skrár lands­ins sem kveða á um bann við grimmi­leg­um og óvenju­leg­um refs­ing­um.

Pat­rick Kenn­e­dy, 43 ára, var dæmd­ur til dauða fyr­ir að nauðga átta ára gam­alli stjúp­dótt­ur sinni í Louisi­ana. Hann er ann­ar tveggja í Banda­ríkj­un­um sem hafa verið dæmd­ir til dauða fyr­ir nauðgun, þar sem fórn­ar­lambið hélt lífi. Í báðum til­vik­um voru viðkom­andi dæmd­ir í Louisi­ana. 

Árið 1977 lagði Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna bann við dauðarefs­ing­um  fyr­ir nauðgan­ir á full­orðnum ein­stak­ling­um. Þau ríki sem hafa heim­ilað dauðarefs­ingu fyr­ir nauðgun á barni eru auk Louisi­ana: Mont­ana, Okla­homa, Suður-Karólína auk Texas. Í flest­um ríkj­anna er kveðið á um að viðkom­andi hafi áður verið dæmd­ur fyr­ir nauðgun á barni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert