Ferðamaður lést af völdum matareitrunar

Breskur ferðamaður á áttræðisaldri lést á hóteli í norðurhluta Ítalíu snemma í morgun. Grunur leikur á að matareitrun hafi valdið dauða hans, og þykir renna stoðum undir þá kenningu að um þrjátíu Bretar til viðbótar, sem dvöldu á sama hóteli, veiktust einnig. Talið er salmonella hafi verið í fiski sem boðið var upp á, en málið er í rannsókn.

Að því kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, gistu Bretarnir á fjögurra stjörnu hótelinu Grand Hotel, nærri Gardavatni í norðurhluta Ítalíu. Af þeim þrjátíu sem veiktust þurftu sextán aðhlynningu á sjúkrahúsi. Enginn er þó í lífshættu. Eldhúsi hótelsins var snarlega lokað og eru sýni þaðan til rannsóknar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert