Handtökur á Spáni í tengslum við barnaklám

Spænska lögreglan hefur handtekið á fimmta tug manna sem hún hefur grunaða um dreifingu barnakláms yfir netið. Áhlaup var gert á nærri sextíu spænsk heimili víðs vegar um landið og hald lagt á fleiri hundruð tölva og harða diska.

Flestar handtökurnar voru gerðar eftir að upplýsingar bárust spænskum stjórnvöldum frá ítölskum samtökum, Telefono Arcobaleno, um þýskt vefsvæði þar sem hægt var að nálgast efni sem sýndi kynferðislega misnotkun á börnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert