Skaðabætur lækkaðar vegna Exxon Valdez

Exxon Valdez
Exxon Valdez AP

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna lækkaði í dag skaðabæt­ur sem Exxon Mobil er gert að greiða í máli ol­íu­tanks­skips­ins Exxon Valdez, sem strandaði á Prins Williamsundi í Kan­ada árið 1989. Lækkaði Hæstirétt­ur skaðabæt­urn­ar úr 2,5 millj­örðum dala, 208 millj­örðum króna, í 500 millj­ón­ir dala, í 41,5 millj­arð króna.

Sam­kvæmt niður­stöðu Hæsta­rétt­ar geta fórn­ar­lömb meng­un­ar­slyss­ins sótt skaðabæt­ur til olíu­fé­lags­ins en hvergi nærri jafn mikl­ar og banda­rísk­ur al­rík­is-áfrýj­un­ar­dóm­stóll hafði ákv­arðað.

Exxon fór fram á það við Hæsta­rétt að bóta­kröf­um yrði hafnað þar sem fé­lagið hefði þegar eytt 3,4 millj­örðum dala vegna slyss­ins, meðal ann­ars í hreins­un­ar­starf. 

Dóm­stóll í Anchorage í Alaska hafði úr­sk­urðað að Exxon skyldi greiða 5 millj­arða dala í skaðabæt­ur til handa þúsund­um sjó­manna, Kan­ada­manna, land­eig­enda og annarra sem urðu fyr­ir barðinu á olíulek­an­um. Áfrýj­un­ar­dóm­stóll lækkaði skaðabæt­urn­ar í 2,5 millj­ón­ir dala árið 1994 en upp­hæðin er sú hæsta sem fyr­ir­tæki hef­ur verið dæmt til að greiða í skaðabæt­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert