Verslunarmenn vilja taka upp evru

SÞV vilja taka upp evru.
SÞV vilja taka upp evru. Reuters

Evr­ópu­nefnd Sam­taka þjón­ustu og versl­un­ar hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að hags­mun­um aðild­ar­fé­laga þeirra væri bet­ur borgið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

Í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um seg­ir: „ Inn­an SVÞ- Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu hef­ur að und­an­förnu farið fram skoðun á því hvort fé­lags­menn telji hag sín­um bet­ur borgið með öðrum gjald­miðli en ís­lensku krón­unni. Mik­ill óstöðug­leiki geng­is og hátt vaxta­stig, sem hef­ur und­an­far­in ár ein­kennt ís­lenskt efna­hags­líf og skap­ar slíkt afar erfiða rekstr­ar­um­gjörð fyr­ir versl­un­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki."
Niðurstaða Evr­ópu­nefnd­ar­inn­ar ligg­ur nú fyr­ir og seg­ir meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni:

- Fyr­ir­tæk­in í land­inu hafa eft­ir mætti verið að færa viðskipti sín í er­lenda mynt til að geng­is­verja rekst­ur sinn og spyrna við því ójafn­vægi sem skap­ast hef­ur.  Allt bend­ir til að þessi viðleitni fyr­ir­tækj­anna muni halda áfram og sí­fellt fleiri rekstr­arþætt­ir, þ.m.t. laun, verði færð í er­lendri mynt. Al­var­leg­asta birt­ing­ar­mynd þessa ástands er að þau fyr­ir­tæki sem hafa aðstöðu til, flýja óstöðug­leik­ann og leita skjóls í stöðugra um­hverfi er­lend­is;
- Á það hef­ur verið bent, m.a. af for­sæt­is­ráðherra, að það séu ein­ung­is tvær leiðir í stöðunni; ann­ars veg­ar að búa áfram við ís­lensku krón­una eða; að ganga í Evr­ópu­sam­bandið og ger­ast þátt­tak­andi í mynt­banda­lag­inu og þar með taka upp evru sem gjald­miðil hér á landi;
- Ýmsar rann­sókn­ir benda til þess að aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og mynt­banda­lag­inu geti bætt rekstr­ar­um­hverfi versl­un­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tækja. Þar má nefna auk­in viðskipti inn­an svæðis­ins vegna myntsamruna, lækk­un viðskipta­kostnaðar, auk­in samþætt­ing, áhættu­dreif­ing fjár­mála­markaða og auk­inn sveigj­an­leiki á vinnu­markaði.

Með vís­an til þess sem að fram­an er rakið hef­ur stjórn SVÞ mótað sér eft­ir­far­andi stefnu:

- Íslensk stjórn­völd eru hvött til að lýsa því yfir vilja til að  und­ir­búa  viðræður um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu;
- Á sama tíma fari fram ít­ar­leg­ar, hlut­laus­ar og for­dóma­laus­ar umræður á op­in­ber­um vett­vangi um kosti og galla aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu;
- Stjórn­völd kalli til sam­starfs full­trúa at­vinnu­lífs­ins og aðra hags­munaðila í því skyni að fjalla um hvaða for­send­ur þurfa að vera til staðar til að aðild að Evr­ópu­sam­band­inu telj­ist fýsi­leg­ur kost­ur.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert