Bandaríkjastjórn fagnar tilkynningu N-Kóreu

Bandaríkjastjórn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að stjórnvöld í Norður Kóreu hafi afhent Kínverjum skýrslu um kjarnorkuáætlun sína. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að aflétta viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu og að ríkið verði tekið af lista yfir ríki sem styðja hryðjuverk.

Er skýrslugerðin hluti af samkomulagi sem sex ríki sem tekið hafa þátt í viðræðum um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, en þau eru, auk Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, Japan, Kína, Rússland og Suður-Kórea.

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í dag kemur fram að Norður-Kórea hafi heitið því að loka öllum kjarnorkuverum sínum og á morgun verði kjarnakljúfurinn í Yongbyon kjarnorkuverinu eyðilagður. Jafnframt hafi N-Kórea skuldbundið sig til þess að hætta allri kjarnorkutilraunum.

Heitir Bandaríkjastjórn því að veita Norður-Kóreu matar- og efnahagsaðstoð.

N-Kórea hefur afhent Kínverjum skýrslu um kjarnorkuáætlun sína.
N-Kórea hefur afhent Kínverjum skýrslu um kjarnorkuáætlun sína. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert