Biti laus úr haldi í Simbabve

Tendai Biti
Tendai Biti Reuters

Dómari hefur látið Tendai Biti, framkvæmdastjóra Lýðræðishreyfingarinnar í Simbabve, lausan úr haldi gegn tryggingu en Biti er sakaður um landráð. Tryggingarféð er um átta þúsund krónur. Biti var gert að afhenda vegabréf sitt er hann var látinn laus og að tilkynna sig til lögreglu tvisvar í viku.

Biti hefur setið í fangelsi frá því hann kom til Simbabve frá Suður-Afríku þann 12. júní. Ef hann verður fundinn sekur um landráð á hann yfir höfði sér dauðadóm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert