Mega ekki veiða hnúfubak

Hnúfubakur leikur listir sínar við strendur Hawaii.
Hnúfubakur leikur listir sínar við strendur Hawaii. AP

Alþjóðahval­veiðiráðið hafnaði á fundi sín­um í dag beiðni Dana um að græn­lensk­ir sjó­menn fengju heim­ild til að veiða tíu hnúfu­baka á ári á grund­velli ákvæðis um sér­stök rétt­indi frum­byggja­sjó­manna.

Græn­lensku sjó­menn­irn­ir höfðu boðist til þess að gefa í staðinn eft­ir rétt til veiða átta langreyðar.

Full­trúi Jap­ana á fund­in­um studdi til­lögu Dana og sagði Jap­ana „finna til með græn­lensku þjóðinni“ vegna höfn­un­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert