Stöðvuðu för „vændisbíls“

Óeinkennisklæddir lögreglumenn á Miami í Bandaríkjunum handtóku fimm konur og einn karlmann um borð í „vændisbíl“ um liðna helgi. Lögreglumennirnir greiddu 40 dollara, 3.200 krónur, fyrir aðgang að svörtum glæsivagni sem ekið var um götur Miami. Á meðan ökuferðinni stóð buðu fáklæddar konur upp á kjöltudans og munngælur. Ökumaðurinn er talinn hafa stýrt starfseminni og á yfir höfði sér fangelsisvist.

Handtakan var liður í herferð Alríkislögreglunnar (FBI) gegn barnavændi. Engin börn voru í vændisbílnum en aðgerðir lögreglu í sextán borgum Bandaríkjanna hafa borið árangur og á þriðja tug barna, sem neydd voru til vændis, komið í öruggt skjól.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert