11 ára gamalli stúlku heimilað að fara í fóstureyðingu

mbl.is

 Ellefu ára gömul rúmensk stúlka, sem er komin 21 viku á leið eftir að frændi hennar nauðgaði henni fær að fara í fóstureyðingu þrátt fyrir að það sé bannað samkvæmt lögum landsins. Heilbrigðisyfirvöld í Rúmeníu segja að heimildin verði veitt vegna aðstæðna stúlkunnar en bannað er að framkvæma fóstureyðingar ef kona er komin lengra en 14 vikur á leið í Rúmeníu. Fóstureyðingar eru þó einunis heimilaðar ef lífi móður þykir ógnað á meðgöngu.

Á vef BBC kemur fram að jafnvel var talið að stúlkan þyrfti að fara til Bretlands í fóstureyðingu en nú hefur verið ákveðið að aðgerðin verði framkvæmd í Rúmeníu. Um 20 safnaðir innan rétttrúnaðarkirkjunnar í Rúmeníu hafa hótað málsókn verði stúlkunni leyft að fara í fóstureyðingu.

Í bréfi sem stúlkan sendi stjórnvöldum kemur fram að það eina sem hún vilji er að fara í skólann og leika sér. „Ef ég get ekki gert þetta þá mun líf mitt breytast í martröð," segir í bréfinu.

Segja stjórnvöld að ákvörðunin hafi verið tekin á grundvelli barnsins sem var fórnarlamb nauðgunar og sifjaspella. En nítján ára gamall frændi hennar lét sig hverfa eftir að hafa nauðgað stúlkunni. Mjög seint kom í ljós að stúlkan væri vanfær þar það kom ekki í ljós fyrr en fjölskylda hennar fór með hana til læknis vegna veikinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert