Vill Dani úr Alþjóðahvalveiðiráðinu

Danmörk ætti að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu, til að gefa Færeyingum og Grænlendingum færi á að setjast sjálfir í ráðið. Þetta segir Jørgen Niclasen, formaður færeyska Fólkaflokksins.

„Alþjóðahvalveiðiráðið var stofnað af hvalveiðiþjóðum, og aðeins ríki sem stunduðu hvalveiðar urðu meðlimir. Danmörk hefur ekki verið hvalveiðiþjóð og gekk aðeins í ráðið vegna okkur,“ segir Niclasen á heimasíðu Fólkaflokksins.

Vill Niclasen að landsstjórnin sækist eftir því að fara sjálf með þetta hagsmunamál – og jafnvel í samvinnu við Grænlendinga. „Þetta væri betra en núverandi aðstæður, þar sem Danmörk selur atkvæði okkar hæstbjóðanda suður í Evrópu.“

andresingi@24stundir.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert