Eldsneytisverð meira áhyggjuefni en loftslagsbreytingar

Hækkandi eldsneytisverð og efnahagssamdráttur eru komin upp fyrir loftslagsbreytingar á listanum yfir helstu áhyggjuefni Kanadamanna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem birtar eru í dag. Umhverfismál voru efst á listanum í sambærilegri könnun í fyrra, en sitja nú í þriðja sæti.

Sextán af hundraði þátttakenda í könnuninni sögðust hafa mestar áhyggjur af loftslagsbreytingum, en þær voru efstar á listanum alveg fram í janúar, þegar 22% sögðu þær sitt helsta áhyggjuefni.

Bandaríkjamenn hafa einnig miklar áhyggjur af hækkandi bensínverði, en fleiri segja þó að versnandi efnahagsástand sé mesti áhyggjuvaldurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert