Göngustígur á Capri opnaður eftir 32 ár

Göngustígurinn á Capri.
Göngustígurinn á Capri. AP

Forseti Ítalíu opnaði formlega í dag útsýnisgöngustíg í hlíðum eyjarinnar Capri, en stígurinn hefur verið lokaður vegna endurbóta í 32 ár. Via Krupp heitir stígurinn, sem er rúmlega einn kílómetri að lengd, og eru á honum margar krappar beygjur.

Það var þýski vopnaframleiðandinn Friedrich Krupp sem lét gera stíginn í upphafi tuttugustu aldar, en honum var lokað af öryggisástæðum 1976 vegna hættu á grjóthruni og skriðuföllum. Viðgerðirnar sem staðið hafa síðan hafa alls kostað sem svarar um 900 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert