Mugabe lýstur sigurvegari kosninganna í Zimbabwe

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, var í dag lýstur sigurvegari kosninga sem fram fóru í landinu í gær, en erlendir eftirlitsmenn segja margt hafa farið úrskeiðis í kosningunum. Mugabe var einn í framboði, og sagði formaður yfirkjörstjórnar í dag að forsetinn hefði unnið yfirburðasigur.

Yfirkjörstjórn sagði að kjörsókn hefði verið 42,37%, eða nánast sú sama og hún var í kosningum sem fram fóru í mars, en þá bar andstæðingur Mugabes, Morgan Tsvangirai sigur úr býtum, en kjörstjórn sagði hann ekki hafa náð nægum meirihluta og því þyrfti að fara fram önnur umferð.

Tsvangirai hætti við framboð og sagði fylgismenn sína hafa sætt ofbeldi og hótunum, og 90 hafa verið myrta.

Stuðningsmenn Mugabes við veggmynd af honum.
Stuðningsmenn Mugabes við veggmynd af honum. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert