Víða var dansað á götum úti á Spáni í nótt eftir að Spánverðjar sigruðu EM 2008 í knattspyrnu í gær. Sigurinn var annar Evrópumeistaratitill Spánverja en þeir sigruðu síðast á EM árið 1964. Þá var þetta fyrsti úrslitaleikur Spánar á stórmóti í knattspyrnu frá árinu 1984.
Fréttaskýrendur BCC á Spáni segja keppnina hafa reynst hið mesta sameiningartákn fyrir Spánverja og að Baskar og Katalóníumenn hafi jafnvel hrifist af frammistöðu spænska liðsins.