Framkvæmdir við háhýsi og neðanjarðarsamgöngukerfi í stað þeirra sem eyðilögð voru í árásunum 11. september 2001 munu tefjast um mörg ár og kosta mun meir en lagt var upp með, segir The Wall Street Journal.
Blaðið segir að verkefnið, sem felur m.a. í sér byggingu svonefnds Frelsisturns og annarra nýtískuskýjakljúfa, muni frestast um 1-3 ár og fara 3 milljörðum dollara, sem samsvarar rúmum 240 milljörðum íslenskra króna, framyfir kostnaðaráætlun.
Töfin þýðir að heildarframkvæmdinni verður ekki lokið fyrr en árið 2011, 10 árum eftir að árásin afdrifaríka átti sér stað.