Hernaður gegn Íran í undirbúningi?

Bandaríkjastjórn er sögð hafa aukið mjög viðbúnað vegna hugsanlegra hernaðaraðgerða gegn Írönum. Eru Bandaríkjamenn m.a sagður hafa sent njósnaleiðangra til að njósna um kjarnorkumál Írana og lagt á ráðin um að grafa undan klerkastjórninni í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Blaðamaðurinn Seymour Hersh greinir frá þessu í grein sem birt er í stórblaðinu The New Yorker í þessari viku. Talsmenn Hvíta hússins, bandarísku leyniþjónustunnar CIA og bandaríska varnamálaráðuneytisins hafa neitað að tjá sig um málið.

Hersh segir fulltúradeild Bandaríkjaþings hafa samþykkt 400 milljón dollara leynilega fjárveitingu til verkefnisins sem sé fyrst og fremst unnið af bandarísku leyniþjónustunni og írönskum útlögum.

George W. Bush Bandaríkjaforseti og Dick Cheney varaforseti hafa lýst því yfir að þeir hafi ekki trú á staðhæfingum bandarísku leyniþjónustunnar þess efnis að Íranar hafi látið af tilraunum sínum til að auðga úran og þróa kjarnorkuvopn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert