Eftirlitsmenn lýsa kosningar ómarktækar

Robert Mugabe er hann sór embættiseið sem forseti Simbabve í …
Robert Mugabe er hann sór embættiseið sem forseti Simbabve í gær. AP

Fram kem­ur í skýrslu kosn­inga­eft­ir­lits­manna Afr­ík­u­sam­bands­ins sem birt var í morg­un að for­seta­kosn­ing­arn­ar í Simba­bve hafi ekki staðist viðmiðun­ar­regl­ur sam­bands­ins. Leiðtoga­fund­ur sam­bands­ins hófst í Egyptalandi  í morg­un en Robert Muga­be, sem sór embættiseið sem for­seti Simba­bve á grund­velli úr­slita kosn­ing­anna í gær, er meðal þátt­tak­enda á fund­in­um.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að of­beldi í aðdrag­anda kosn­ing­anna og ójafn aðgang­ur stjórn­arsinna og stjórn­ar­and­stöðu að fjöl­miðlum hafi gert kosn­ing­arn­ar ómark­tæk­ar.

Muga­be var einn í fram­boði í kosn­ing­un­um en fram­bjóðandi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, sem hlaut fleiri at­kvæði í fyrri um­ferð kosn­ing­anna, dró fram­boð sitt til baka í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert