Ein af hverjum þremur fjölskyldum á Indlandi, sem eru undir fátækramörkum, greiddu mútur fyrir grundvallarþjónustu hins opinbera á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Um er að ræða grundvallarþjónustu eins og innlögn á sjúkrahús, innritun í skóla, þjónustu lögreglu og rafveitna. Rannsóknin var gerð á vegum indverskar stofnunar sem hefur það að markmiði að stuðla að gegnsæi í indverskri stjórnsýslu.
„Svona spilling rænir fólk rétti þess til grundvallarþjónustu sem á í mörgum tilfellum að vera gjaldfrjáls samkvæmt lögum," segir R. H. Tahiliani, talsmaður stofnunarinnar. „Þetta gerir það að verkum að spillingin kemur harðast niður á þeim fátækustu.
Einn af hverjum fjórum íbúum Indlands lifa undir fátæktarmörkum samkvæmt upplýsingum upplýsingabankans CIA's World Fact Book. en íbúar Indlands eru nú 1,1 milljarður.