Mútugreiðslur algengar á Indlandi

Ein af hverjum þremur fjölskyldum á Indlandi, sem eru undir fátækramörkum, greiddu mútur fyrir grundvallarþjónustu hins opinbera á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Um er að ræða grundvallarþjónustu eins og innlögn á sjúkrahús, innritun í skóla, þjónustu lögreglu og rafveitna. Rannsóknin var gerð á vegum indverskar stofnunar sem hefur það að markmiði að stuðla að gegnsæi í indverskri stjórnsýslu.

 „Svona spilling rænir fólk rétti þess til grundvallarþjónustu sem á í mörgum tilfellum að vera gjaldfrjáls samkvæmt lögum," segir R. H. Tahiliani, talsmaður stofnunarinnar. „Þetta gerir það að verkum að spillingin kemur harðast niður á þeim fátækustu.

Einn af hverjum fjórum íbúum Indlands lifa undir fátæktarmörkum samkvæmt upplýsingum upplýsingabankans CIA's World Fact Book. en íbúar Indlands eru nú 1,1 milljarður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert