Svíar mótmæla hlerunarlögum

Sví­ar halda áfram mót­mæl­um gegn hler­un­ar­lög­um sem sænska þingið samþykkti fyr­ir tveim vik­um síðan.  Christ­ina Green, talsmaður þings­ins, seg­ir þing­menn hafa fengið 1,1 millj­ón tölvu­pósta eft­ir að Expressen dag­blaðið hóf her­ferð á vefn­um gegn frum­varp­inu í gær.  Sam­kvæmt skoðana­könn­un sem gerð var af fyr­ir­tæk­inu Sifo í síðustu viku, eru 47% Svía á móti hler­un­ar­lög­un­um og 36% fylgj­andi. 

Lög­in gefa leyniþjón­ustu Svía heim­ild án dóms­úrsk­urðar til þess að skanna öll sím­töl, tölvu­pósta, og föx sem koma frá er­lend­um ríkj­um.

Lög­in voru samþykkt á þing­inu með naum­um meiri­hluta, en 142 voru fylgj­andi og 138 á móti.  Lög­un­um hef­ur verið mót­mælt stöðugt frá því þau voru samþykkt.  Gagn­rýn­end­ur segja lög­in ganga á per­sónu­frelsi og mann­rétt­indi, en stuðnings­menn lag­anna segja þau nauðsyn­leg til þess að berj­ast gegn alþjóðlegri glæp­a­starf­semi og hryðju­verk­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert