Árás Ísraela á Íran yfirvofandi?

Natanz-kjarnorkuverið suður af Teheran.
Natanz-kjarnorkuverið suður af Teheran. AP

Hátt­sett­ir menn inn­an banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins Pentagon ótt­ast að Ísra­el­ar geri loft­árás á kjarn­orku­ver í Íran fyr­ir árs­lok, sam­kvæmt heim­ild­um ABC frétta­stof­unn­ar. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Ha'a­retz. 

Hef­ur frétta­stof­an eft­ir ónefnd­um emb­ætt­is­manni inn­an Pentagon að sí­aukn­ar lík­ur séu tald­ar á því að Ísra­el­ar geri árás á Íran og að banda­rísk­ir ráðamenn ótt­ist að Íran­ar muni svara slíkri árás með árás­um bæði á Ísra­el og Banda­rík­in.

Seg­ir emb­ætt­ismaður­inn lík­legt að Ísra­el­ar muni gera árás þegar út­lit verði fyr­ir að Írön­um tak­ist að fram­leiða auðgað úran sem nýta má í kjarn­orku­vopn í Natanz kjarn­orku­rann­sókn­ar­stöðinni. Telja sér­fræðing­ar hugs­an­legt að það verði inn­an eins til tveggja ára.

Einnig er talið hugs­an­legt að árás verði gerð verði af fyr­ir­huguðum kaup­um Írana á  SA-20 loft­varna­kerfi frá Rúss­um.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert