Árás Ísraela á Íran yfirvofandi?

Natanz-kjarnorkuverið suður af Teheran.
Natanz-kjarnorkuverið suður af Teheran. AP

Háttsettir menn innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins Pentagon óttast að Ísraelar geri loftárás á kjarnorkuver í Íran fyrir árslok, samkvæmt heimildum ABC fréttastofunnar. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz. 

Hefur fréttastofan eftir ónefndum embættismanni innan Pentagon að síauknar líkur séu taldar á því að Ísraelar geri árás á Íran og að bandarískir ráðamenn óttist að Íranar muni svara slíkri árás með árásum bæði á Ísrael og Bandaríkin.

Segir embættismaðurinn líklegt að Ísraelar muni gera árás þegar útlit verði fyrir að Írönum takist að framleiða auðgað úran sem nýta má í kjarnorkuvopn í Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni. Telja sérfræðingar hugsanlegt að það verði innan eins til tveggja ára.

Einnig er talið hugsanlegt að árás verði gerð verði af fyrirhuguðum kaupum Írana á  SA-20 loftvarnakerfi frá Rússum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert