Dauði unglingsstúlku rannsakaður í Guizhou

Yfirvöld í Guizhou-héraði í suðvesturhluta Kína hafa fallist á að taka aftur upp mál unglingsstúlku sem yfirvöld höfðu úrskurðað að hefði fyrirfarið sér. Ættingjar stúlkunnar halda því hins vegar fram að henni hafi verið nauðgað og hún myrt. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Til mikla mótmæla kom eftir að frændi stúlkunnar var barinn af lögreglu er hann krafðist nánari rannsóknar á dauða hennar. Mótmælti fólkið meintri yfirhylmingu yfirvalda en einn tilræðismannanna er sagður vera sonur áhrifamanns í héraðinu.

„Við verðum að sjá til þess að félagslegt jafnvægi og stöðugleiki ríki " segir Shi Zongyuan formaður kommúnistaflokksins í Guizhou héraði er hann tilkynnti að málið yrði rannsakað að nýju.

Talið er að um 30.000 manns hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðunum sem stóðu frá síðasta laugardegi og fram á sunnudag. Var bílum m.a. velt um koll og götueldar kveiktir við lögreglustöðvar og höfuðstöðvar kommúnistaflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert