Obama ver McCain

John McCain með eiginkonu sinni Cindy.
John McCain með eiginkonu sinni Cindy. Reuters

Barack Obama, forsetframbjóðendi bandarískra demókrata, hefur vísað á bug yfirlýsingum stuðningsmanns síns og fyrrum yfirmanns í bandaríska hernum, umað reynsla John McCain, frambjóðenda repúblíkana, af hermennski geri hann ekki endilega að hæfum forseta.

McCain gerði hins vegar lítið úr málinu og sagði einungis að málaflutningur á borð við þann sem yfirmaðurinn Wesley Clark hefði rekið væri óþarfur. hann gerði ekki annað en að beina athyglinni frá þeim málum sem raunverulega skiptu kjósendur máli. 

Obama sagði hins vegar að McCain hafi liðið miklar þjáningar fyrir hönd föðurlandsins og enginn ætti að gera lítið úr því, sama hvar hann standi í flokki. 

Segja fréttaskýrendur að uppákoman sé dæmigerð fyrir það mynstur sem myndast hafi í kosningabaráttunni að þessu sinni. Stuðningsmenn frambjóðendanna gagnrýni andstæðinga þeirra harðlega en frambjóðendurnir sjálfur sýni kurteisi og stillingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert