Óskar eftir gálgafresti

Fang­inn Mark Dean Schwab verður tek­inn af lífi í Flórída í dag, sá fyrsti eft­ir að starfs­regl­um um ban­væn­ar spraut­ur var breytt. Schwab hef­ur hins­veg­ar beðið yf­ir­völd um frest­un þar sem hann seg­ir að aðferðin geti valdið mikl­um kvöl­um.

Starfs­regl­urn­ar voru tekn­ar til end­ur­skoðunar eft­ir að af­taka mis­heppnaðist í Flórída í des­em­ber 2006. Nál­arn­ar fóru í gegn­um æðar og inn í vöðva fang­ans og mynduðust sár á hönd­um hans vegna þess. Tók það fang­ann 34 mín­út­ur að deyja, sem er yfir tvö­falt lengri tími en eðli­legt þykir, og gretti hann sig reglu­lega og spurði hvað væri eig­in­lega að ger­ast.

Sam­kvæmt breyttu regl­un­um á fang­els­is­stjóri að tryggja að fang­inn sé meðvit­und­ar­laus eft­ir fyrstu spraut­una. Að því loknu verður hann sprautaður með vöðvalam­andi efni og því næst með efni sem stöðvar hjartað.

Próf­an­ir sýna hins veg­ar að 30% lík­ur eru á því að nýja aðferðin mistak­ist. Ólík­legt þykir að beiðni Schwab um frest­un verði samþykkt þar sem dóm­stól­ar hafa áður hafnað beiðnum hans. Scwab var dæmd­ur til dauða eft­ir að hafa myrt 11 ára dreng árið 1991.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert