Rannsókn á hvarfi Madeleine hætt?

00:00
00:00

Fram kem­ur í fjöl­miðlum í Portúgal í dag að lög­regla þar í landi ætli að lýsa því yfir að rann­sókn á hvarfi bresku stúlk­unn­ar Madeleine McCann sé lokið þar sem eng­ar vís­bend­ing­ar eða sönn­un­ar­gögn liggi fyr­ir í mál­inu.

Madeleine hvarf úr sum­ar­leyfis­íbúð fjöl­skyldu sinn­ar á Al­gar­ve þann 3. maí á síðasta ári en hún var þá tæp­lega fjög­urra ára göm­ul. Ekk­ert hef­ur síðan til henn­ar spurst en for­eldr­ar henn­ar Kate og Gerry McCann lágu und­ir grun portú­gölsku lög­regl­unn­ar og fengu því rétt­ar­stöðu grunaðra í mál­inu.

Þau hafa alla tíð vísað því al­gerlaga á bug að þau hafi átt nokk­urn þátt í hvarfi stúlk­unn­ar og hafa þau ráðið einka­spæj­ara til að leita henn­ar þar sem þau hafa lýst því yfir að þau telji lög­reglu i Portúgal ekki hafa gert nóg til að hafa uppi á henni.

Madeleine McCann.
Madeleine McCann. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert