Reiði í Danmörku vegna sæmdarmorðs

Reiði rík­ir í Dan­mörku eft­ir að greint var frá því í dag­blaðinu Berl­ingske Tidende í morg­un að 31 árs dönsk kona hafi verið skot­in til bana af mági sín­um í Pak­ist­an. Mun maður­inn hafa játað á sig verknaðinn og sagt að um sæmd­armorð hafi verið að ræða þar sem kon­an hafi neitað að hlýða sér. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Hvorki Lene Es­per­sen, dóms­málaráðherra Dan­merk­ur, né Per Stig Møller ut­an­rík­is­ráðherra hafa viljað tjá sig um málið. 

Kon­an, sem skil­ur eft­ir sig tvö börn, var send til tengda­fjöl­skyldu sinn­ar í Pak­ist­an fyr­ir þrem­ur árum þar sem hún gat ekki fætt eig­in­manni sín­um, sem enn býr í Dan­mörku, fleiri börn.

Tals­menn nokk­urra danskra stjórn­mála­flokks hafa kraf­ist þess í dag að dönsk yf­ir­völd rann­saki málið og að upp­lýst verði hvað dönsk yf­ir­völd hafi gert til þessa til að koma i veg fyr­ir sæmd­armorð á dönsk­um kon­um sem flutt­ar hafi verið til annarra landa, jafn­vel gegn vilja sín­um.

„Það er mjög sorg­legt að heyra að dönsk kona af pakistönsk­um upp­runa skuli hafa verið drep­in af mági sín­um í Pak­ist­an þar sem hún gat ekki fætt fleiri börn. Og þar að auki fáum við nú að heyra að dönsk yf­ir­völd séu í raun al­ger­lega áhrifa­laus í slík­um mál­um þannig að þau hafi jafn­vel orðið að sleppa eig­in­manni henn­ar úr haldi," seg­ir Mart­in Henrik­sen, talsmaður Danska þjóðarflokks­ins í inn­flytj­enda­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert